Stuðlaberg heilbrigðistækni - vöruúrval og þjónusta Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki, byggt á faglegum grunni og áratuga reynslu. Stuðlaberg býður fagaðilum og almenningi vandaðar vörur, persónulega ráðgjöf og þjónustu, en starfsemin tilheyrði áður heilbrigðissviði Eirbergs ehf. Hjúkrunar- og dagrekstrarvörur Afgreiðslan er að Stórhöfða 25 frá kl. 9:00 til 16:30 virka daga. Afgreiðsla og fræðsla er í höndum hjúkrunarfræðinga sem hlotið hafa þjálfun til að veita persónulega og faglega þjónustu á sviði stóma- og þvagleggja. Við aðstoðum notendur að finna vörur sem henta þeim og eru í samningi Sjúkratrygginga Íslands. Vörupantanir má senda á hjukrun@stb.is eða símleiðis. Vinsamlegast gefðu upp nafn þess sem pantað er fyrir, kennitölu, hvaða vöru verið er að panta og magn. Fyllsta trúnaðar er ætíð gætt. Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er.