Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Þvagleggja- og stómaþjónusta Stuðlabergs

26 janúar, 2021

Þvagleggir skiptast í tvær gerðir, inniliggjandi- eða aftöppunarleggi. Inniliggjandi leggir eru nýttir þegar einstaklingar hafa ekki þvaglát sjálfir og allt þvag rennur út um legginn. Aftöppunarleggir eru notaðir til aftöppunar þegar einstaklingar hafa sjálfir þvaglát en þurfa að notast við legg endrum og eins hvort sem er vegna þvagtregðu eða til þess að tæma þvagblöðruna betur. Sá tími sem einstaklingar þurfa að nota þvaglegg er misjafn sumir þurfa þess til mjög skamms tíma en aðrir mun lengur og jafnvel ævilangt.

Einstaklingar sem hafa fengið tilvísun og viðeigandi kennslu hjá lækni eða á göngudeild þvagfæra á Landspítalanum geta fengið afgreidda flest allar gerðir þvagleggja sem eru samningsbundnir við Sjúkratryggingar Íslands. Stuðlaberg heilbrigðistækni er þjónustuaðili fyrir sjúkratryggða einstaklinga og afgreiðir aftöppunarleggi frá Coloplast og Lofric leggi frá Wellspect og alla fylgihluti við inniliggjandi langtíma leggi en þó ekki legginn sjálfan. Þvagleggir eru að fullu greiddir af sjúkratryggingum íslands til sjúkratryggðra einstaklinga með innkaupaheimild.

Ferlið gengur þannig fyrir sig að eftir að læknir eða hjúkrunarfræðingur sendir inn beiðni til Sjúkratrygginga um afgreiðslu á aftöppunarþvagleggjum geta einstaklingar haft samband við Stóma og þvagleggja þjónustu Stuðlabergs og fengið afgreiðslu og ráðgjöf eftir því sem hentar. Aftöppunarleggir skiptast í herra og dömuleggi og innan þess eru þó nokkrar breytur svo flestir ættu að finna legg sem þeim hentar best. Mikil vöruþróun á sér stað og því mikilvægt að fylgjast reglulega með og kanna hvort að á markaðinn hafi komið nýjungar sem gætu hentað. Algengt er að heimahjúkrun um allt land panti aftöppunarleggi og viðeigandi búnað fyrir sína skjólstæðinga.

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. leggur metnað í að veita vandaða og faglega þjónustu til einstaklinga og umönnunaraðila. Hjúkrunarfræðingarnir Tanja Björk Jónsdóttir og Katrín Klara Þorleifsdóttir eru til staðar fyrir viðskiptavini. Hjúkrunarfræðingar okkar hafa gengist undir þjálfun til að veita faglega og persónulega þjónustu á sviði stóma- og þvagleggja. Stóma- og þvagleggjaþjónustan er opin virka daga frá kl. 09:00 – 16:30. Beinn sími hjúkrunarfræðings er 569-3195. Sé hjúkrunarfræðingur upptekinn færðu samband við skiptiborð sem tekur niður skilaboð og haft verður samband innan dagsins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og pantanir á hjukrun@stb.is og reynum við eftir fremsta megni að svara innan dagsins. Pantanir sem berast með tölvupósti eða símleiðis eru afgreiddar daginn eftir, hvort sem er innan höfuðborgarsvæðisins eða til flutnings á næsta pósthús til viðskiptavina sem búsettir eru á landsbyggðinni.

Hægt er að koma við að Stórhöfða 25 Reykjavík þar sem afgreiðsla fer fram í sérstöku viðtalsherbergi þar sem persónuleg þjónusta og trúnaður eru tryggð.

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. býður úrval leggja og stómavara sem eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands og gerum við okkar besta við að aðstoða notendur við að finna vöru sem hentar og er samþykkt af Sjúkratryggingum. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur til þess að fá upplýsingar um þá möguleika og það vöruúrval sem í boði er.