Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Heimsókn til Topro Noregi

21 febrúar, 2023 - 0 Comments

Á dögunum heimsóttu Kristinn, Magnea og Úlfhildur frá Stuðlabergi Heilbrigðistækni norska fyrirtækið Topro sem staðsett er í bænum Gjövik skammt frá Osló.

Topro er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á gönguhjálpartækjum fyrir fólk með takmarkaða hreyfigetu. Vörurnar eru þekktar fyrir hönnun sína, að vera notendavænar og fyrsta flokks í gæðum.

Christer Engh Johansen sölustjóri Topro í Noregi tók vel á móti okkur, sýndi okkur verksmiðjuna og fengum við að fylgjast með því hvernig göngugrindurnar eru framleiddar frá grunni.

Sjálfbærni er Topro ofarlega í huga og leggja þau mikla áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í sinni framleiðslu sem var afar ánægjulegt að heyra.

Árið 2021 keypti Topro norska frumkvöðlafyrirtækið AssiTech sem selur AssiStep stigahjálpina og nú er seld í fjölmörgum löndum Evrópu og víðar um heim.

Við hittum Halvor og Ingrid sem stofnuðu fyrirtækið árið 2012 þá sem nemar við Tækniháskólann í Noregi. Það var virkilega áhugavert að fræðast um, heyra þeirra sögu og sjá hversu gagnleg stigahjálpin hefur reynst einstaklingum sem átt hafa í erfiðleikum með að nota stiga en geta nú dvalið lengur heima þökk sé AssiStep.

AssiStep er í samningi við Sjúkratryggingarnar í Noregi, með gæðavottun frá TUV SUD í Þýskalandi ásamt fjölda annarra viðurkenninga.

AssiStep er verðlaunuð skandinavísk hönnun.

Við þökkum Topro fyrir frábærar móttökur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Sjá vörur hér: https://stb.is/search?q=topro

ummæli (0)