Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Kynning á rafmagnshjólastólum og rafskutlum frá Quantum og Pride

13 mars, 2024 - 0 Comments

Stuðlaberg heilbrigðistækni bauð fagfólki á kynningu á Quantum rafmagnshjólastólum og Pride rafskutlum. 

Mark Paping sjúkraþjálfari og markaðsstjóri Pride og Quantum í Evrópu ásamt Lee Morris sölustjóra kynntu fjölbreytt úrval rafmagnshjólastóla, stillingar og möguleika.

Ný rafskutla frá Pride sem kallast Luna vakti athygli. Hana er hægt að aðlaga eftir þörfum, t.d. stytta eða lengja eða breyta úr þriggja hjóla yfir í fjögurra hjóla.
Pride og Quantum eru systurfyrirtæki sem eru leiðandi í hönnun og framleiðslu á rafskutlum og rafmagnshjólastólum. Rafskutlur og rafmagnshjólastólar frá fyrirtækjunum eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Vörurnar má skoða á vefsíðu Stuðlabergs, https://stb.is/search?q=pri-

Allar nánari upplýsingar um vörurnar veitir Inga Margrét sjúkraþjálfari, inga@stb.is

ummæli (0)