Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Skynörvarndi vörur frá Protac

16 júlí, 2018

Hvernig geta ábreiða, sessa, vesti, stóll og dýna fyllt plastkúlum, haft áhrif á skynjun okkar og líðan?

Eitt mikilvægasta skynfærin okkar er húðin. Við skynjum með snertingu. Boð eru send til heilans sem hjálpa okkur að skynja og upplifa eigin líkama. Þegar legið er undir kúluábreiðu veitir hreyfing og þyngd kúlnanna stöðuga örvun á vöðva og liðamót. þessi upplifun veitir öryggi og virkar róandi. Samspil þessa þátta er grunnurinn í vöruþróun Protac. Kúluábreiðan var fyrsta framleiðsluvaran. Hún er framleidd í ýmsum stærðum og þyngdum eftir stærð og þyngd notanda og hve mikla skynörvun á að veita.

Samkvæmt rannsókn sem unnin var í Syddansk Universitet í Odense hefur notkun kúluábreiðunnar bætt svefn barna með ADHD, þau eiga auðveldara með að sofna og svefninn er samfelldari, einnig dró úr óróleika og einbeitingarskorti. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í Nordic Journal of Phychiatry í apríl 2011.

Kúlusessan er til í nokkrum stærðum og útfærslum. Hún er notuð á heimilum leikskólum og skólum. Sessan veitir virka setstöðu og þjálfar jafnvægi. Þegar setið er á sessunni hreyfir maður sig ósjálfrátt vegna hreyfingar á kúlunum og flytur líkamsþungann til að ná jafnvægi. Við þetta örvast bak og bolvöðvar. Sessan nýtist mörgum börnum með ADHD og öðrum sem eiga erfitt með að sitja rólegir. Hægt er að nota sessuna i markvissri þjálfun t.d á jafnvægi og skynjun. Nýlega kom á markaðinn púði 10 eða 20 cm hár, hann nýtist vel undir fætur þegar setið er á sessunni. Púðann má einnig nota sem sessu á gólf fyrir leikskólabörn eða í leikjum og þjálfun.

Kúluvesti fellur vel að líkamanum: Þyngd og snerting kúlnanna dregur úr vanlíðan, róar og eykur líkamsskynjun. Vestið er til í barna og fullorðinsstærðum.

Stóll fylltur kúlum með vængjum sem leggjast yfir brjóst og læri: Stóllinn veitir svipaða örvun og þegar legið er undir ábreiðunni. Hægt er að fá skammel undir fætur fyllt kúlum.

Dýna: fyllt lofti og kúlum, hægt er að liggja, standa, skriða og leika sér á dýnunni. Ekki er sama áferð á báðum hliðum, með því að snúa dýnunni fæst annarskonar örvun.

Kjöltupúði er þungur púði með litlum kúlum: Púðinn er lagður í kjöltu og festur með belti um mitti ef hætta er á að hann renni niður. Púðinn er ætlaður fullorðnum og hefur reynst vel t.d fyrir Alzheimer sjúklinga.

Skynörvunarvörur frá Protac eru í m.a. í notkun og hafa gefist vel: í íslenskum leikskólum og grunnskólum; á hjúkrunarheimilum og sambýlum; þjálfunar- og hæfingarstöðvum og heimahúsum.

Protac vörur eru hannaðar og þróaðar af iðjuþjálfa út frá kenningu um samspil skynsviða. Meðmæli og reynsla frá fagfólki.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurn á berglind@stb.is

Sjá má úrvalið hér.