Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Vel heppnuð kynning á Smart Drive aflbúnaði

01 september, 2023 - 0 Comments

Það var vel heppnuð kynning á Smart Drive aflbúnaði á hjólastóla fyrir fagfólk og notendur í Stuðlabergi heilbrigðistækni í gær.

Paulus Van der Wolf kynnti nýjungar og sagði frá því að hægt væri að uppfæra eldri búnað þannig að þráðlausa tengingin við úrið væri margfalt betri.

Hann sýndi rofa sem hægt er að nota í staðinn fyrir úrið, sem einfaldar notkunina á mótornum. Arnar Helgi Lárusson og Valgerður Jónsdóttir (eða bara Arnar Helgi og Vala) sögðu frá reynslu sinni af mótornum, sem mæltist vel fyrir. Þátttakendur fengu að prófa búnaðinn úti við mismunandi aðstæður og fundu hve hann auðveldar hjólastólaakstur upp brekku.

Upplýsingar um Smart Drive aflbúnað má finna hér.

Við þökkum öllum fyrir komuna.

Hópmynd

Yfirlit

ummæli (0)