Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Vertu lengur heima með Assistep stigahjálpinni

15 desember, 2022 - 0 Comments

Að ganga upp og niður stiga getur verið mikil hindrun í daglegu lífi, en á móti viðheldur það hreyfigetu og líkamlega virkni.

Afleiðingar falls geta verið alvarlegar og veigra því margir sér við að nota stigann, sérstaklega ef engin hjálp er nærri. Um þriðjungur fólks eldra en 65 ára dettur einu sinni á ári, og tíðni bylta tvöfaldast á fimm ára fresti eftir þann aldur.[1]

AssiStep stigahjálpin veitir stuðning á leið upp og niður stiga. Ef einstaklingur finnur fyrir svima eða öðrum óstöðugleika er gott að geta gripið í handfangið á stigahjálpinni og fengið stuðning upp eða niður þrepin. Stigahjálpin hentar börnum jafnt sem fullorðnum.

AssiStep stigahjálpin hentar í flestar gerðir stiga og er auðveld í uppsetningu. Handfangið rennur eftir braut sem fest er á vegg eða plötu meðfram stiganum. Stigahjálpin er hönnuð þannig að hún lítur út eins og hefðundið stigahandrið – er látlaus og fyrirferðarlítil. Þegar handfangið er ekki í notkun er það lagt upp að vegg.

Allar nánari upplýsingar veitir Úlfhildur Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur í síma 569-3184 eða í gegnum tölvupóstfangið ulfhildur@stb.is

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf oggóða þjónustu. Við bjóðum fagfólki, og skjólstæðingum þeirra, velkomið í sýningarsal okkar að Stórhöfða 25.

Assistep 2

Assistep

[1] Landspítali. Byltur og byltuvarnir. Ýmislegt gagnlegt um byltur og byltuvarnir: https://www.landspitali.is/fagfolk/reglur-leidbeiningar-handbaekur-og-frettabref/byltur-og-byltuvarnir/

ummæli (0)