Það gleður okkur að segja frá því að fyrsta stigahjálpin eða AssiStep frá Topro hafi verið sett upp hjá einstaklingi í heimahúsi á dögunum.
Fyrirlestur og vinnustofaum ofþyngd með Mette Hornbæk Söderberg, iðjuþjálfa frá Cobi Rehab, miðvikudaginn 20. september kl. 09:00-13:00. Skráning og nánari upplýsingar veitir Hildur Björk í gegnum netfangið hildurbjork@stb.is.
Notkun skynörvandi vara getur létt á kvíða og eirðarleysi á einfaldan og náttúrulegan hátt og skapað frið, öryggi, vellíðan og betri einbeitingu hjá börnum og ungmennum.
Það var vel heppnuð kynning á Smart Drive aflbúnaði á hjólastóla fyrir fagfólk og notendur í Stuðlabergi heilbrigðistækni í gær.
Við bjóðum þér að koma á kynningu á Smart Drive mótor aftan á hjólastóla og prófa búnaðinn. Staður: Stuðlaberg heilbrigðistækni, Stórhöfða 25 Dagsetning: fimmtudaginn 31. ágúst Tími: 9:00 –12:30
Það var ánægjulegt hversu margir mættu á kynningu sem var haldin fyrir sjúkra - og iðjuþjálfa á aflbúnaði á handknúna hjólastóla í Stuðlabergi heilbrigðistækni á Stórhöfðanum í lok mars.
Systurfyrirtækin Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg tóku þátt í Degi sjúkraþjálfunar sem fór fram í Smárabíói föstudaginn 10. mars.
Á dögunum heimsóttu Kristinn, Magnea og Úlfhildur frá Stuðlabergi Heilbrigðistækni norska fyrirtækið Topro sem staðsett er í bænum Gjövik skammt frá Osló.
Stóma- og þvagleggjaþjónustan er ein sú mikilvægasta sem Stuðlaberg veitir, enda byggir hún á áratuga reynslu. Lögð er áhersla á afslappað umhverfi þar sem trúnaðar er gætt. Afgreiðsla og fræðsla er í höndum Katrínar og Úlfhildar sem leggja sig ætíð fram við að veita faglega en jafnframt persónulega þjónustu við val á viðeigandi vörum. Vörurnar eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Smekklegt og þægilegt baðhandfang frá þýska fyrirtækinu Rehastage sem veitir góðan og öruggan stuðning þegar stigið er ofan í og upp úr baðkari. Hugo er með sveigjanlegar festingar og með gúmmí á þeim innanverðum svo baðkarið rispist ekki.